Fréttir 
Gullmót 2018 úrslit    (16.02.2018 21:04)
Hér eru úrslit Gullmótsins og eru það Griðungar sem eru Gullmeistarar 2018. Til hamingju Griðungar. Um leið vil ég þakka þeim sem liðum sem tóku þátt í þessu skemmtilega móti.Hægt er að skoða betur úrslitin í krækjunni hér fyrir neðan.
  Úrlslit Gullmóts

Gullmót 2018    (10.02.2018 22:31)
Núna á fimmtudaginn næsta eða þann 15.febrúar er Gullmótið á dagskrá. Til að öll lið hafi tækifæri á að vera með er nóg að vera þrír í hverju liði. Mest geta verið fimm í liði. Ef lið vilja hafa fleirri en fimm þurfa tveir að spila til skiptis í sama riðlinum. Gullmótið er stigakeppni og safna keppendur stigum fyrir liðið sitt í riðlunum.Það lið sem safnar flestum stigum eru Gullmeistarar 2018. Skráning í Gullmótið byrjar á mánudaginn og verður hægt að taka við skráningu til miðvikudagskvölds á facebook. Með skráningunni þarf að koma fram hvað verða margir í liðinu.Hægt er að skoða betur stigagjöfina með því að smella á Gullmót í vinstra horninu. Kveðja Björgvin
  Gullmót sjá stigagjöfina

Félagsgjöld    (07.02.2018 16:20)
Félagsgjald PFR komið í heimabankan þinn. Á aðalfundi PFR sem haldin var í síðasta mánuði var samþykkt að árgjald félagsmanna skildi vera 15000 kr, nú ætti greiðslukrafa að vera komin í heimabanka allra félagsmanna með gjalddaga þann 1 mars. Vert er að geta þess að hægt er að fá endurgreiðslu að hluta eða öllu leyti hjá flestum stéttarfélögum gegn framvísun greiðslukvittunar sem hægt er að fá hjá gjaldkera að greiðslu lokinni. Kveðja Þorgeir gjaldkeri.

Gauragangur    (02.02.2018 18:26)

Liðakeppni 2017-18    (19.01.2018 22:09)

Síðasta mánudag var lokaumferð annarar umferðar og er nú ljóst hvaða lið fara upp í A-deild  Grindavík og PFG og hvaða lið fara niður í B-deild Riddarinn og DDK.

Einnig er ljóst að Það voru hinir sterku liðsmenn Team Target sem eru Deildarmeistarar  A-deildar 2018. Til hamingju Team Target

og Grindavík voru Deildameistarar B-deildar 2018. Til hamingju Grindavík.

Tölfræðin okkar í liðakeppninni er komin að ég held að mestu en Kjaran er að vinna í henni á fullu. Kærar þakkir Kjaran.

Okkur vantar ennþá níunda liðið í B-deildinni og er það kjörið tækifæri að koma inn núna ef einhverjir hafa áhuga að vera með.

Röðun leikja er komin á hreint og má finna hana í Liðamót hér að ofan

Ég vill svo minna félagsmenn á aðalfundinn okkar 24.janúar. Við erum núna á vissum tímamótum þar sem við erum núna komin í eigið húsnæði og endalausir möguleikar okkar að vaxa og dafna sem félag eru til staðar. Stefnumótun er eitt verkefna sem þarf að fara í gang svo ég nefni eitthvað og ýmis önnur verkefni fyrir duglega félagsmenn.

Kveðja Björgvin formaður.


Aðalfundur    (10.01.2018 20:55)
Aðalfundur PFR verður haldinn 24.janúar í sal félagsins Tangarhöfða 2. 

Öldungamót 2018    (07.01.2018 22:07)

Bombumótið    (27.12.2017 20:30)

Jólamót Gammana    (17.12.2017 20:44)

Myndavélar    (09.12.2017 11:53)
Góðan daginn félagsmenn. Þegar við héldum liðstjórafundinn í haust var vilji félagsmanna að setja myndavélar sem vöktuðu sjoppuna. Ath. bara sjoppuna !! það er engin vél sem fylgist með neinu öðru,og svo er ein myndavél á spjaldið á sviðinu. Þegar við svo fáum ljósleiðarann til okkar þróum við betur myndavélar með upptökur af leikjum í huga. Svo til að allt sé löglegt að þá er límmiði í útidyrahurðinni sem segir frá myndavélunum.

Það er enginn að fylgjast með útí bæ hvað er að gerast í setrinu með þessum vélum en ef eitthvað gerist er hægt að skoða upptökur hálft ár aftur í tímann... nokkuð gott bara 

Kveðja Björgvin


Silfurmót Úrslit    (03.12.2017 00:03)
Um leið og ég byrti úrslitin vil ég þakka öllum þeim sem mættu og gerðu þetta að sterku og spennandi móti. Til hamingju með sigurinn Team Target.. kveðja Björgvin
  Smellið hér til að skoða úrslitin

Silfurmót    (24.11.2017 21:18)
Silfurmót                                                                                                                 Fimmtudaginn 30.nóvember spilum við metalmót nr.2 í vetur ..Silfurmót 2017..  Silfurmótið er liðakeppni þar sem hvert lið má hafa 3-5 keppendur        Keppendur í hverju liði dreifast í riðlana og safna stigum samkvæmt stigatöflu.  Það lið sem fær flest stig samtals, vinnur Silfurmótið. ( Hver leikur í riðlinum eru þrír leggir þannig að það er hægt að vinna 3-0 ... í þriðja leggnum er búllað um hver byrjar.)               Mótsgjaldið er 500 kr á mann og skilist í umslag sem fylgir hverju riðlablaði.    Þau lið sem ætla að taka þátt þurfa helst að tilkynna þátttöku á mánudaginn næsta.     Ekki þarf að tilkynna hvað margir mæta úr hverju liði fyrr en á fimmtudaginn. Ef lið geta ekki mannað 3 keppendur geta tvö lið sameinast um þátttöku. Viðurkenning er svo veitt fyrir þrjú eftstu sætin á Lokahófi PFR.   (Sjá stigagjöf hér fyrir neðan)                                                 Game on !
  Stigagjöfin í Silfurmótinu

Reykjavík Open    (29.10.2017 21:24)

Úrslit í Reykjavík Open

Þorgeir Guðmundsson Meistari í Reykjavík Open 2017

Þröstur Ingimarsson 2.sæti

3-4 sæti

Einar Möller-Kristján Þorsteinsson

María Jóhannesdóttir Meistari í Reykjavík Open 2017

Elinborg Björnsdóttir

3-4 sæti

Petrea Kr. Friðriksdóttir - Þórey Ósk Arndal


Meistaramót PFR í Krikket og 301    (24.09.2017 22:44)

Úrslitin í Meistaramótunum okkar

Þröstur Ingimarsson Reykjavíkurmeistarinn í 301 2017

Hallgrímur Egilsson 2.sæti

Vitor Charrua og Phil Godin 3-4 sæti

Vitor Charrua Reykjavíkurmeistari í Krikket 2017

Hallgrímur Egilsson 2.sæti

Stefán Orlandi - Rúnar Þór 3-4 sæti


Skorkort 2017-18    (01.09.2017 23:30)
Hér er skorkortið fyrir veturinn 2017-18 og er sú breyting að einmenningur í krikket fellur niður en í staðinn er spilaður 301 einmenningur.
  Skorkort 2017-18

Liðakeppni 2017-18    (01.09.2017 23:28)

Liðstjórafundur var haldinn síðasta þriðjudag þar sem fulltrúar allra liðana mættu. Farið var yfir dagatal, skorkort liðamóst, mótsgjaldið á mánudagskvöldum, QP skráningu og stöðu liðanna, nokkrar ákvarðanir voru teknar með ýmis mál og fl.

1.Dagatalið kynnt fyrir liðum og var ákveðið að bæta við Meistarakeppni PFR  í Krikket og 301 inn í það. Það er þá í fyrsta sinn sem PFR hefur Meistaramót í þessum greinum.

2.Skorkort Liðamóts var skoðað og var ákveðið að í staðinn fyrir Krikket einmenning yrði spilaður 301 einmenningur. Með því spila allir 501,301 og Krikket á kvöldi.

3.Ákveðið var með 100% greiddra atkvæða að hækka mótsgjaldið úr 2500 í 3000 kr á kvöldið en 2500 krónur hefur verið óbreytt í tæp 10 ár.

4.Kjaran er að leggja lokahönd á app sem PFR mun nota til að skrá QP og fl eftir hvert kvöld og mun hann kynna það fyrir félaginu innan tíðar.

5.Ósk kom  um að myndavélar yrðu settar í andyri og í sjoppu og voru undirtektir einróma að það væri nauðsynlegt og verður ráðist í það á þessu tímabili.

6.Nú verða rafrettur bannaðar í sal og setustofu og verða þeir sem nota þær að fara í reykherbergið eða út.

7.Kjaran ætlar í vetur að sjá og halda utan um Krikketkvöldin okkar og verður hægt að skoða þau hér á pila.is

8.Frestanir í vetur verða eins og á síðasta tímabili og verða þær reglur settar upp hér á pila.is og í Setrinu ásamt einhverjum húsregglum og gátlista fyrir sjoppuna

9.Nokkur lið fóru í pásu í vetur því miður en það nokkur komin í staðinn. Við bjóðum nýju liðunum velkomin en þau eru Grindavík, Griðungar og Augnablik pílufélag.

10.Síðast en ekki síst en þá verður stofnuð nefnd sem mun vinna í því að koma PFR í ÍBR sem er nauðsinlegt til að ÍPS verði viðurkennt sem sérsamband.

  Spilafyrirkomulag fyrir A.deild
  Spilafyrirkomulag fyrir B.deild

Skjöldur og Platti    (12.07.2017 16:20)

Skjöldur og Platti annaðkvöld fimmtudaginn 13.júlí

Mæting fyrir kl 19,30 og byrjað að spila stuttu síðar.

keppnisgjald 1000 kr

sjáumst.... tilboð á öl

kv bs


Skjöldur og Platti    (07.06.2017 20:15)

Eitt mót áður en við spilum Lokahófsmótið á laugardaginn...

Skjöldur og Platti á morgun fimmtudag..

Mæting fyrir kl 19:30

Byrjum að spila stuttu síðar

Sjáumst


Lokahóf    (14.05.2017 22:22)


Skjöldur og Platti    (10.05.2017 22:20)

Á morgun fimmtudag 11.mai spilum við Skjöld og Platta.

Mæting fyrir kl 19,30 og byrjum að spila stuttu síðar

keppnisgjald 1000 kr

game on !


Bikarumferð    (26.04.2017 18:17)

Bikarumferð á morgun fimmtudag

Mæting fyrir kl 19.30

keppnisgjald 500 kr

Tilboð og fl

Sjáumst

kv bs


krikketkvöld    (19.04.2017 18:48)

Krikketkvöld á morgun fimmtudag

Mæting fyrir kl 19.30

Ekkert keppnisgjald

Tilboð og fl

Kveðja bs


Langamótið í ár    (12.04.2017 14:12)

Það er smá breyting, LANGAMÓTIÐ verður í kvöld 12.apríl í Setrinu.

Mæting kl 20. v/Unglingaæfingu sem er fyrr um daginn

Vægt keppnisgjald og Páskaegg í verðlaun fyrir alla

Sjáumst í kvöld.


Reykjavíkurmeistarinn    (03.04.2017 09:09)

Úrslit Reykjavíkurmeistaramóts 2017

Karlar

1, Sigurður Aðalsteinsson

2, Vitor Carrua

3.Guðjón Ágúst Gústafsson

Konur

1.María Jóhannesdóttir

2.Petrea Kr. Friðriksdóttir

3.Sólveig Daníelsdóttir

Hverfismeistarinn

Sigurður Jónsson

Tvímenningur

1.Þröstur Ingimarsson/Sigurður Aðalsteinsson

2.Einar Óskarsson/Friðrik Diego

3.Vitor Carrua/Guðjón Ágúst Gústafsson

Þakka ykkur öllum fyrir frábæra framistöðu.

Kveðja

Formaðurinn


Reykjavíkurmeistaramót 2017    (14.03.2017 22:29)


Skjöldur og Platti    (09.03.2017 08:14)

Það er annar fimmtudagur í marsmánuði og þá spilum við Skjöld og Platta..

Gullplattinn á morgun er sá 7 tugasti í röðinni :)
mæting fyrir kl 19:30 eins og venjulega
og byrjað að spila stuttu síðar.
keppnisgjald 1000 kr
 
sjáumst.


Staðan í Bikarnum    (04.03.2017 13:11)

Við spiluðum Platínumót á fimmtudaginn var og urðu Rúnar Þór og Bingó Platínumeistarar ! til hamingju strákar þetta var hörð keppni.

Ég var líka að klára að uppfæra stöðuna í Bikarnum en þar er líka barátta í gangi. Það er líka gaman að sjá að það koma alltaf fleirri og taka þátt. Endilega verið dugleg að mæta á Bikarinn áfram.

Staðan í Bikarnum (smella hér)

Til að skoða útsláttinn (smellið hér)


Platínumót    (01.03.2017 08:46)
Á morgun fimmtudag spilum við Platínumót...
Platínumót er tvímenningur og eru dregnir saman veikur og sterkur spilari.
Mæting fyrir kl 19;30 og við byrjum að spila stuttu síðar
Mótsgjald 500 kr
Viðurkenning er veitt fyrir sigurvegarana á lokahófi PFR
Game on !

Bikarumferð    (22.02.2017 23:10)

Bikarumferð á morgun fimmtudag

mæting fyrir kl 19:30

keppnisgjald 500 kr

Game on !


Pílukast í góðra vina hópi    (21.02.2017 22:11)

Smelltu hér til að skoða umfjöllun !


Dagskrá aðalfundar    (19.02.2017 18:47)

Aðalfundur félagsins byrjar kl 20 á miðvikudaginn.

Dagskrá aðalfundar.

1. Skýrsla stjórnar

2. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar

3. Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga. Reikningar bornir undir atkvæði,

4. Ákvörðun árgjalds.

5. Lagðar fram tillögur að breytingu laga og reglugerða félagsins, ef um er að ræða.

6. Kosning stjórnar, varastjórnar og endurskoðanda, skv. 6 grein laga félagsins.

7. Önnur mál.


Krikketkvöld    (15.02.2017 21:24)

Krikketkvöld á morgun fimmtudag 16.febrúar

Mæting fyrir kl 19;30

ekkert keppnisgjald


Skjöldur og Platti    (08.02.2017 21:03)

Skjöldur og Platti á morgun fimmtudag 9.feb

mæting fyrir kl 19,30

Keppnisgjald 1000 kr

Sjáumst.


Aðalfundur    (07.02.2017 23:11)

Aðalfundur Pílukastfélags Reykjavíkur verður miðvikudaginn 22.febrúar

Dagskráin verður byrt fljótlega.

kveðja stjórnin


Gullmót úrslit    (03.02.2017 21:59)

Gullmót 2017    (01.02.2017 08:39)

Gullmót !! Við spilum Gullmót á fimmtudaginn... Gullmótið er liðakeppni og þarf hvert lið sem vill taka þátt að senda minnst þrjá keppendur... það er í lagi að mæta fleirri en þá eru einhverjir sem keppa til skiptis fyrir liðið sitt í riðlunum... Á Gullmótinu safna allir stigum og það lið sem safnar flestum stigu Gullmeistar.... til ykkar liðstjóra þá þurfi þið að skrá ykkar lið á skráningablað sem verður í Setrinu... senda mér sms eða hringja inn liðið fyrir kl 19:00 á keppnisdag. Þetta er eingöngu gert svo við getum byrjað mótið sem fyrst eða kl 19:30 því ég þar að raða öllum í riðla.... Game on

  Gullmót 2017

Liðakeppnin 2016-17    (21.01.2017 18:36)

Nokkrir punktar um Liðakeppnina.

1. Núna er liðakeppnin hálfnuð,búið að spila umspilsleikina og A-deildin fær tvö ný lið, Helgafell og Garðabær-1....

2. B-deildin fær þrjú nú lið DDK og Dartpönks og nýtt lið sem Sjonni vinur okkar mun stýra.

3. Pilots ætla að taka sér frí það sem eftir er vetrar.

4. A-deildin spilar núna á borðum 1-8 og B-deildin á borðum 9-16...

5. Garðabær-2 ætla að sjá um sjoppuna á mánudaginn.

6. Smá breyting er  á leikjum á fimmtudögum frá áður auglýstri dagskrá. (sjá nýja leikdaga)


Úrsliltin í gær í umspilinu    (19.01.2017 12:11)
Gammar - Garðabær 2 fór 8-4 eftir slæma byrjun hjá Gömmum
Riddarinn - Drekar fór 8-6 eftir spennandi leik
það eru því
Helgafell (JE-Skjanni áður) og Garðabær-1 sem fara í A-deildina
Gammar og Riddarinn halda sínum sætum í A-deild og
Dartpönks og DDK dartaholics sem spila í B-deildinni
Hit-liðið (áður Becks) voru efstir eftir tvær umferðir og fá titilinn deildameistarar 2017
Í B-deildinni eru það Helgafell sem eru deildameistarar þar.
Við munum spila tvær umferðir fram á vor og munu sigurvegarar deildanna fá titilinn Liðameistarar 2017
svo mæta allir í krikket í kvöld :)

Umspilsleikir    (17.01.2017 16:57)
Svona lítur þetta út !
6.sæti A við 4.sæti B ....... Gammar - Garðabær 2
7.sæti A við 3.sæti B........ Riddarinn - Drekar
Spilað verður ein umferð samkvæmt skorblaði 2016-17
Ekki er rukkað fyrir þessa umferð.
Ef annað liðið er komið með 8 vinninga áður en leikir eru búnir,
eru komin úrslit og ekki þarf að spila fleirri leiki.
Ef jafnt er eftir 13 leiki 7-7 er þrettándi leikurinn spilaður aftur !
Gangi ykkur vel.

Liðakeppnin    (16.01.2017 16:18)

Í kvöld spilum við síðustu umferðina áður en við færum lið milli deilda.. það er ljóst hvaða lið falla í B-deild og hvaða lið í A-deild þurfa að spila umspilsleik. Í B-deildinni kemur hins vegar ekki í ljós fyrr en eftir kvöldið hvaða lið spila umspilsleikina... Umspilsleikirnir verða spilaðir á miðvikudaginn kl 19:30
Það eru lið
6.sæti A við 4.sæti B
7.sæti A við 3.sæti B


Gauragangur    (11.01.2017 22:29)

Skjöldur og Platti    (11.01.2017 16:46)
Skjöldur og Platti
á morgun fimmtudag
Fyrstu mót ársins 2017 .. geggjað
mæting fyrir kl 19;30
byrjum að spila stuttu síðar...

keppninsgjald 1000 kr
 
hrikalega góð mæting síðast !
sé ykkur öll á morgun :)
game on

Íslandsmót Öldunga    (05.01.2017 08:17)
Hæhæ... Samkvæmt félagaskrá PFR er þetta hópurinn sem stenst kröfururnar á næsta Íslandsmót ÍPS sem verður laugardaginn 14.janúar í Pílusetrinu... Vonandi sjáumst við öll þá :) ..það verður þorraþemi ....og gleði..
Rikka Guðjónsdóttir,Baldur Ingólfsson,Björgvin Ólafur Gunnarsson
Björgvin Sigurðsson,Chris Koppa,Dagbjartur Harðarson
Eggert Sigurðsson,Einar Bragi Indriðason,Einar Óskarsson
Friðrik Aðalsteinn Diego,Friðrik Örn Andersen...
Guðmundur Valur Sigurðsson,Gunnar Gunnarsson
Gunnlaugur S. Hannesson,Halldor Gudmundsson
Hannes Eyvindsson,Haraldur Pálsson,Ívar Jörundsson
Jón Helgi Eiðsson,Jonni Guðmundsson,Karl Guenter Frehsmann
Karl Helgi Jónsson,KRistján Sigurður Þorsteinsson
Kristján Þór Sveinsson,Olafur Olafsson
Ólöf JÓhanna Sigurðardóttir,Petrea KR Friðriksdóttir
Sigurður Aðalsteinsson,Thomas Bartlett,Vignir Sigurðsson
Þorgeir Guðmundsson,Þorgeir Einarsson
Throstur Ingimarsson,Ægir Rúnar Sigurbjörnsson

Bikarinn    (03.01.2017 16:37)

Á fimmtudaginn næsta sem er 5.janúar verður spiluð bikraumferð .. sjá http://pila.is/lix/adjalta?PageDisp=215719&sysl&pila&&edit=&&
Það náðist ekki að spila desembermótið en höldum samt ótrauð áfram.... Þeir sem vilja koma og spila með en halda að þeir séu búnir að missa af lestinni, komið endilega, það eru fullt af mótum eftir..
Það er mæting fyrir kl 19:30 skráining á staðnum og byrjað að spila stuttu síðar.. keppnisgjaldið er 500 kr. sjáumst

.: Innskráning :.